Íslenska útgáfan
Style NACRECARDIGAN er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir XS (S) M (L) XL (XXL)
1. Lengd á bol að handvegi
30 (31,5) 33 (34,5) 36 (36,5)
2. Lengd á ermi að handvegi
51 (53) 54,5 (56) 56,5 (56,5)
3. Yfirvídd yfir brjóst
77,5 (89,5) 92,5 (107,5) 113,5 (125,5)
Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott, málin geta breyst eftir að peysan hefur verið þvegin. Hafið í huga að peysan er aðsniðin, en gefur eftir allt að 10 - 15 cm.
Hæfni : Meðalþekking á prjónskap
Efni
Organic merino DK frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðal lengd ca. 225m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Organic merino: 4 (4) 4 (5) 5 (5)
Hringprjónar 4 mm í 40 & 80 cm fyrir bol og ermar
2 x sokkaprjónar 4 mm fyrir bönd
Saumnál til að fela enda
8 prjónamerki
2 x stórar öryggisnælur til að fela enda, eða afgangsgarn
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 21 L og prj 29 umf á prj 4 mm, prj stroff et; 3 L sl, 3 L br út umf. Þvoið prufuna fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með laska útaukningu á berustykkinu. Peysan er prjónuð að mestu leiti frá réttunni og röngunni. Stroffið er byggt upp á 3 sléttum lykkjum og 3 brugðnum lykkjum. Berustykkinu er deilt upp í ermar og bol, og bolurinn er prjónaður áfram frá réttunni og röngunni, en ermarnar eru prjónaðar í hring.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn.
top of page
kr 60,00Pris
Relaterede produkter
bottom of page