top of page

MEIRA UM THELMU

UM FYRIRTÆKIÐ

Fyrirtækið var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2015. Thelma vann aðalega sem sjálfstæður prjónahönnuður hjá mismunandi tískufyrirtækum í borginni. Árið 2018 gaf Thelma út sína fyrstu prjónauppskrift og síðan þá hefur bæst verulega í safnið. Í lok 2020 ákvað Thelma að leyfa ástríðu sinni að vaxa enþá meira og fór hún að lita eigið garn.

Ástríða Thelmu fyrir umhverfinu og gæðum er lykilhlutverk í hönnun hennar. Allir litir eiga sér sögu og tilgang. Thelma leggur mikla áherslu á að skapa fjölbreytt litaval og þróar reglulega nýja liti. Mælt er með því að versla nóg fyrir hvert verkefni og hafa í huga að garnið er handlitað og getur þess vegna verið litamismunur á hespunum. Einnig getur verið munur á myndum sem aðgengilegar eru á síðunni.

 

Allt garn er án plasts, sem þýðir að það er ekki neitt superwash. Það er bæði hægt að þvo okkar ull á annaðhvort ullaprógrami eða í höndunum. Megin reglan er samt að ekki þvo ullin ykkar of mikið, ull er sjálfhreinsandi og þumalputta reglan er að eingöngu þvo hana þegar kominn er blettur eða lygt.

Thelma Steimann

Thelma er fædd og uppalin í Reykjavík, Íslandi. Hönnunin hennar er undir miklum innblæstri frá íslensku landslagi og óúrteiknalegum áhrifum sem villt íslensk náttúra bíður upp á.


THELMA STEIMANN er meðvituð um umhverfisspillinguna sem tískuiðnaðurinn hefur skapað. Til þess að sporna við því hefur hún valið að vinna með gæði í bæði handverki og hráefni.

 

Thelmu innblástur er undir miklum áhrifum frá íslenskum kúltúr, með fókus á að leyfa því óútreiknanlega að ske sem hægt er að draga frá íslensku veðri og náttúru. Þessu hefur hún blandað saman með Japanska fegurðarfræðinni Wabi Sabi, sem hefur augastað á hinu fullkomna í hinu ófullkomna. Þessar tvær aðferðir er hægt að skilgreina vel í handlitaða garninu hennar, þar sem hún leikur sér með þessi óútreiknalegu útkomur og byggir upp fegurðina útfrá því.

bottom of page