Íslenska útgáfan
Style SIVASWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Size XS (S) M (L) XL
1. Yfirvídd
117 (119) 121 (123) 124
2. Lengd á bol
F:18 B:20(F:20 B:20) F:20 B:22(F:22 B:24) F:24 B:24
3. Lengd á ermum, mælt frá úlnlið vinstri til úlnlið hægri.
147,5 (153,5) 157,5 (163,5) 164,5
Málin eru byggð á ermunum fyrir þvott ; málin á ermunum geta breyst við þvott.
Hæfni : Meðal þekking á prjónaskap
Efni
Organic merino DK frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 225m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Organic merino: 4/4/5/5/6
Hringprjónar 70 cm í 4 mm
Hringprjónar 40 cm í 3,5 & 4.mm
5 x sokkaprjónar í 3,5 mm
1 x sokkaprjónn í 4 mm fyrir kaðlaSaumnál til að fela enda
2 x stórar öryggisnælur eða afgangsgarnPrjónamerki
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu.
Fitjið upp 25 L , prjónið et ; 1 L br & 3 L sl, prj 29 umf á prj 4 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna. Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð frá einni ermi og yfir á hina ermina. Ermarnar eru opnaðar upp við hálsmál og prjónaðar frá réttu og röngu yfir axlirnar. Öxlunum er deilt upp og prjónað fyrir fram-og bakhlið við hálsmálið. Axlirnar eru svo sameinaðar aftur eftir að hálsmál hefur verið prjónað og þegar axlirnar hafa verið prjónaðar er seinni ermin prjónuð í hring. Lykkjur fyrir hálsmál eru sóttar í opnun við hálsmál á ermunum, hægt er að prjóna tvær útgáfur af kraganum þ.e.a.s. rúllukraga og venjuleg hálsmál, fylgið leiðbeiningum fyrir hálsmál.
Fylgjið munsturbekk fyrir óreglulega kaðla og verið óhrædd við að bæta við og breyta eins og passar. Munstrið er sett saman sem innblástur til að sýna mismunandi útfærslur og möguleika til að vinna með óreglulega kaðla.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Organic Merino DK .
top of page
60,00krPrice
Related Products
bottom of page