top of page
PINKLEOPARDSWEATER

Íslenska útgáfan

 

Style PINKLEOPARDSWEATER er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Sizechart 

 

Stærðir (cm) XS (S) M (L) XL

1. Yfirvídd

100 (103) 106 (109) 112

2. Lengd á bol til handveg

21 (23) 25 (27) 29

3. Lengd á ermi til handveg

45,5 (47,5) 49,5 (51,5) 52,5

 

Hafið í huga að peysan er yfir meðllagi í stærðum og að búkurinn er styttri en meðallag. Málin eru byggð upp eftir peysum fyrir þvott ; peysan getur stækkað við þvott, fer allt eftir því hvernig hún er þveginn.

 

Hæfni : Meðal þekking á prjónskap

 

Efni

 

Gepardgarn Cottonwool 5 , 50% hreinn bómull og 50% extra fín merino ull

 

Litur : 321 Beige 7/8/8/9/9

Gepardgarn Kid seta , 70% super kid mohair og 30% shappe silk

 

Litur : 1108 Hot pink 2/2/2/2/2

 

Hedgehogfibers sockyarn

 

Litur : ORACLE 2/2/2/2/2

 

Hringprjónar 40 og 70 cm í 3,5mm og 4,5mm.

Sokkarpjónar 4 – 5 stk ; 3,5mm og 4,5mm.

Saumnál og 4 x öryggisnælur

 

Prjónfesta

 

10 x 10 cm = 19 L og 27 umf prj sl og br á prjóna 4,5 mm.
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef við á. Ef prufan er of lítil, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prufan er of stór, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er prjónuð saman í hring, búkur og ermar eru prjónað hvert fyrir sig og sameinað við axlabyrjun og þar eftir prjónað saman upp að hálsmáli. Kid silk og Hedgehogfibers sockyarn er prjónað saman sem 1 þráður á móti Cottonwool 5. Hafið hugfast að yfir lengri skil milli lita að krækja HHF og Kid seta garnið á bakhlið svo að þráðurinn verði ekki of langur á bakhlið.

 

Magn af efni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Cotton wool 5. Litasamsetningin er ekki bindandi.

 

Lesið vel í gegnum uppskriftina áður en hafist er á verkefninu. Hægt er að nálgast hjálparvideo inná heimasíðunni www.thelmasteimann.com til að sjá hvaða aðferðir eru notaðar hverju sinni. Myndefnið liggur inn á heimasíðunni undir PINKLEOPARDSWEATER.

PINKLEOPARDSWEATER

kr60.00Price

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page