top of page
JAINSWEATER

Íslenska útgáfan

 

Style JAINSWEATER er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir XS   (S)   M   (L)   XL   (XXL)

1. Yfirvídd                 

96 (98) 106 (111) 116 (120)

2. Lengd á bol til handveg   

26   (27)   28   (29)  30  (31)

3. Lengd á ermi til handveg   

50   (50)   52  (54)  54  (54)

4. Lengd á berustykki       

23   (23)  24   (25)  26  (27)

 

Málin eru byggð upp eftir peysum fyrir þvott ; peysan getur breyst í málum við þvott, fer allt eftir því hvernig hún er þvegin.

 

Hæfni: Byrjendavæn, þarft að kunna að prjóna slétt og brugðið, auka út og úrtöku. Prjóna í hring og að lykkja saman.

 

Efni

 

Klassísk Jain

Angel light lace : 1/1/1/1/1/1

 

Handlituð Angel light lace frá Thelma Steimann, garnið er létt og silki mjúkt. Garnið samanstendur af 80% extra fínni merino ull og 20% silki. Angel light lace er fullkomið garn til að prjóna með Kid silk mohair til að bæta styrk í garnið. Hver hespa inniheldur um það bil 100g / 800 m.

 

Kid silk mohair : 3/3/4/4/4/4

 

Handlitið silkimohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 72% mohair og 28% silki, meðallengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Silkimjúk áferð og þægileg ull til að vinna með

 

Afgangs Jain

 

Peysan er fullkominn til að endurnýta restar af afgangs silki mohair. Peysan vegur um 200 - 300 gr. Ég mæli með að nota litaglat garn, þá sérstaklega í Angel light lace til að skapa fallegan heildarlit á milli lita skiptana og ekki vera óhrædd við að blanda ólíkum litum samam. Kíkið eftir innblæstri af myndum í röndóttu útgáfunni af Jainsweater, það er líka hægt að finna fullt af innblæstri inn á Instagram undir myllumerkinu #jainsweater.

 

Jain í Wild

 

Handlituð Wild alpakka frá Thelma Steimann. Wild alpakka er blanda af silki og burstuðu alpakka sem gerir ullina silkimjúka og létta. Hver hespa inniheldur sirka 225m/100gr.

 

Wild alpaca : 2/2/2/3/3/3


Í Wild er Jain prjónuð með 1 þræði

 

Hringprjónar 80 og 60/40 cm , 8 mm.

Hringprjónar 40 og 80 cm , 12 mm.

Sokkaprjónar 4 – 5 stk ; 8 mm. Saumnál og 4 x öryggisnælur.

8 x prjónamerki.

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef við á. 10 x 10 cm = fitjið upp 9 L með 4 þráðum, 1 Angel light lace og 3 þráðum af Kid silk Mo- hair og prj 12 umf á prjóna 12 mm.
Ef prufan er of lítil, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prufan er of stór, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er prjónuð saman í hring, neðanfrá og upp með 4 þráðum. Bolurinn og ermarnar eru prjónað hvert fyrir sig í hring og sameinað við berustykkið og þar eftir prjónað saman í hring.

 

Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og garn sem gefið er upp í uppskrift.

 

Fullkomin peysa fyrir afgangaprjón !


Smá tip ef þú ætlar að prjóna peysuna með afgöngum:

Skiptið um garn samkvæmt aðferð; Í hverri 3-5 umf ; slítið af 1 lit og bætið við nýjum lit í staðin, hafið alltaf 3 mismunandi litir af mohair og 1 af Angel light Lace. Kid silk mohair endarnir geta verið þæfðir saman svo ef sirka 10 cm endi er nuddaður saman við 10 cm af byrjun á nýjum lit; hárin á þráðunum ættu að þæfast saman svo að frágangur ætti að verða auðveldari. Angel light lace er ágætt að hnýtið saman enda, þeir eiga það til að stingast út. Verið ófeimin við að blanda saman litum með mikinn litamismun. Þegar maður fer að leika sér með afganga, þá er maður ekki bara að tæma garnalagerinn, en líka að móta nýja tóna og liti í garninu sem maður er að nota, þú ert hönnuðurinn hérna og getur skapað nánast hvað sem er.

JAINSWEATER

kr 60,00Price

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page