Íslenska útgáfan
Style SONYASWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm) XS (S) M (L) XL (2XL)
1. Yfirvídd
97 (99,5) 102 (104,5) 108,5 (110,5)
2. Lengd á bol til handveg
17 (18) 19 (20) 20,5 (20,5)
3. Lengd á ermi til handveg
44 (46) 48 (48,5) 48,5 (48,5)
Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott, málin geta breyst eftir að peysan hefur verið þvegin.
Hæfni: Byrjendur og lengra komnir
Efni
Sonya sweater getur bæði verið prjónuð í einum lit eða með röndum, og einnig er hægt að velja um tvo möguleika af garn samsetningu. Möguleikarnir tveir sem gefnir eru upp gefa peysunni mismunandi áferð og eiginleika, mohair og merino er léttari og loðnari á meðan alpaca peysan er unaðslega mjúk.
Einlit Sonya
Handlitað Chunky baby alpaca, 100% baby alpaca ull frá Thelmu Steimann. Mjúkt og skemmtilegt garn að vinna með. Hver hespa inniheldur 100 m / 100 gr.
Chunky baby: 6 (7) 7 (8) 8 (9)
Eða
Organic merino aran frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 166m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með saman með handlituðu silkimohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 72% mohair og 28% silki , meðallengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Merino og silki mohair er prjónað saman sem einn þráður í gegnum allt verkefnið.
Organic Merino Aran: 4 (4) 4 (5) 5 (5)
Kid silk mohair: 2 (2) 2 (3) 3 (3)
Sonya með röndum :
Baby Alpaca útgáfan
Chunky baby lit 1: 4 (4) 4 (5) 5 (5)
Chunky baby lit 2: 2 (2) 2 (3) 3 (3)
Chunky baby lit 3: 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Merino og mohair útgáfan
Organic merino lit 1: 3 (3) 3 (4) 4 (4)
Organic merino lit 2: 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Organic merino lit 3: 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Kid silk mohair lit 1: 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Kid silk mohair lit 2: 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Kid silk mohair lit 3: 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Hringprjónar 40 og 80 / 100 cm í 6 mm
Hringprjónar 40 cm í 5 mm fyrir hálsmál
5 x 5 mm sokkaprjónar fyrir stroff á ermumSaumnál til að fela enda og sauma hálsmál niður
Auka prjónar eða afgangsgarn til að geyma lykkjur
8 x prjónamerki
Prjónfest
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 16 L og prj 21 umf á prj 6 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð ofan frá og niður í hring, fyrir utan byrjun á hálsmáli. Hálsmálið er prjónað fram og tilbaka með útaukningu, hálsmálið er tengt saman við berustykkið og þar eftir er peysan prjónuð í hring.
Berustykkinu er deilt upp við handveg, fyrir bol og tvær ermar. Bolurinn og ermarnar eru þar eftir prjónuð aðskilin áfram í hring. Hálsmálið er prjónað í hring og stroffið er svo saumað niður frá röngunni og verður tvöfalt að þykkt.
Lesið yfir uppskriftina áður en hafist er á verkefninu.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu prjónfestu og Chunky baby .
top of page
kr60.00Price
YOU MIGHT ALSO LIKE
bottom of page