Íslenska útgáfan
Style THELMAHOODIE er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðir
Ein stærð
Lengd 180 cm
Málin eru tekinn eftir þvott
Hæfni : Tvöfalt prjón ; með úrtöku, útaukningu og sækja lykkjur.
Efni
Fine merino perlugarn frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull.
Meðallengd ca. 365m/100 g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Fine organic litur 1 : 1
Fine organic litur 2 : 1
&
Handlitað silki mohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 64% mohair og
36% silki, meðallengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Silkimjúk áferð og þægileg ull til að
vinna með.
Kid silk mohair litur 1 : 1
Kid silk mohair litur 2 : 1
Hringprjónar 60 cm í 4,5 mm.
2 x prjónar í 4,5 mm (ekki nauðsynlegir, líka bara hægt að prjóna á hringprjóninum)
Saumnál til að fela enda.
2 x færanlegt prjónamerki.
2 x prjónmerki.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 18 L (sam-
tals 36 L) með Fine Organic og Kid silk mohair, prjónið 19 umf af tvöföldu prjóni á prj 4,5
mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist minni skiptið yfir á stærri prjó-
na. Ef prjónfestan mælist stærri skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Lesið vel í gegnum leiðbeiningar áður en hafist er á verkefninu
Thelma hoodie er partur af tvöfalt prjón uppskrifta seríu sem nú innheldur trefil (Thelmashawl), klút (Thelmascarf) og núna hettuna (Thelma hoodie). Öll mynstrin innihalda mismunandi mynstur sem hægt er að leika sér með og prjóna á mismunandi hátt, eins og að blanda fleiri saman eða skipta út litum. Það er einnig hægt að prjóna Thelma hoodie án hetturnar, en þá er þetta fallegur trefill með nýjum og spennandi mynstrum að prjóna með.
top of page
kr 60,00Pris
Relaterede produkter
bottom of page