Íslenska útgáfan
Style MADONNASWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm) (XXS) XS (S) M (L) XL (XXL)
1. Yfirvídd
(78) 80 (82) 84 (86) 88 (90)
2. Lengd á bol til handveg
(42) 43 (44) 45 (46) 46 (46)
3. Lengd á ermi til handveg
(50) 51 (52) 54 (56) 56 (56)
4. Lengd á berustykki
(26) 26 (27) 28 (29) 29 (29)
Hafið í huga að peysan á að vera yfir meðallagi í stærð. Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott ; málin á peysunni geta breyst við þvott.
Hæfni : Meðal þekking á prjónaskap
Efni
Frisenvang alpakka : litur (Cafe latte) : 3 / 3 / 4 / 4 / 4 / 4 / 4
Frisenvang alpakka : litur (Rosa) : 1 / 1 / 1 / 1 / 1 / 1
Frisenvang alpakka : litur (Lyst limegrønn) : 1 / 1 / 1 / 1 / 1 / 1
Frisenvang alpakka : litur (Lysblå) : 1 / 1 / 1 / 1 / 1 / 1
Frisevang alpakka saman stendur af 90-95 % baby alpakka og 5-10 % royal alpakka. Garnið er handspunnið og litað í Marcapata héraði í Perú eftir aldagömlum aðferðum sem hafa verið þróaðar áfram til að mæta nútíma garna framleiðslu. Garnið fæst bæði í náttúrulegu litum lamadýrsins og í plöntu litað, af plöntum sem finnast í héraðinu. Hver hespa saman stendur af 250 - 300 m / 100 gr. Frisenvangs alpaca er virkilega mjúk og skemmtileg ull að vinna með og skilur eftir sig skemmtilega áferð á pjóninu. Hægt er að fræðast meira um garnið inn á www.frisenvang.com
Hringprjónar 40 og 60/80 cm í 3,5 mm.
Hringprjónar 40 og 60/80 cm í 3 mm.
Hekklunál nr 3,5.
Sokkaprjónar 4 – 5 stk ; 3 mm og 3,5 mm.
Saumnál til að fela enda og lykkja saman undir ermum.4 x öryggisnælur.
Perlur sirka 380 - 450 stk, til að þræða yfir á garnið.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 20 L og prj 29 umf á prj 3,5 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð saman í hring, búkur og ermar eru prjónað hvert fyrir sig og sameinað við axlabyrjun og þar eftir prjónað saman upp að hálsmáli. Perlurnar eru þræddar yfir á garnið áður en garnið er tekið í notkun við prjónið. Mælt er með að horfa á myndbandið til að átta sig á hvaða aðferð er notuð til að vinna með perlurnar.
Magn af efni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Frisevang alpakka. Litasamsetningin er ekki bindandi.
Lesið vel í gegnum uppskriftina áður en hafist er á verkefninu. Hægt er að nálgast hjálparvideo inná heimasíðunni www.thelmasteimann.com til að sjá hvaða aðferðir eru notaðar hverju sinni. Myndefnið liggur inn á heimasíðunni undir MADONNASWEATER.
top of page
kr60.00Price
YOU MIGHT ALSO LIKE
bottom of page