top of page
LIPACARDI

Íslenska útgáfan

 

Style DUNACARDIGAN er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir (cm)     S    (M)    L
1. Yfirvídd 

124 (140)158

2. Lengd á peysu 

104 (109) 113

3. Lengd á ermum til handveg 

27,5 (29) 30,5

 

Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott, málin geta breyst eftir að peysan hefur verið þvegin. Hafið í huga að peysan á að vera víð í stærðum en getur verið aðlöguð í máli þegar talan er saumuð á.

 

Hæfni : Meðalþekking

 

Efni

 

Hip wool : litur (Foggy ligth grey blend) : 5 (6) 6

Hip wool : litur (Cookies and cream) : 6 (6) 6

Hip wool : litur (Papaya passion) : 2 (2) 2
Hip wool : litur (Summer Vibes Yellow) : 2 (2) 2

Hip wool : litur (Strawberry milkshake) : 2 (2) 2

Hip wool : litur (Tutti Frutti) : 2 (2) 2

 

100% Silkimjúk ull frá Hipknitshop sem þægilegt er að vinna með. Hver dokka inniheldur 80 m í 50 gr.

 

Eða

 

Handlitað Chunky baby alpaca, 100% baby alpaca ull frá Thelmu Steimann. Mjúkt og skemmtilegt garn að vinna með. Hver hespa inniheldur 100 m / 100 gr.

 

Litur1 : 4 (4) 5

Litur2: 3 (3) 4

Litur3: 1 (1) 1

Litur4: 2 (2) 2

Litur5: 1 (1) 1

Litur6: 2 (2) 2

 

Hrinprjónar 40 og 80 cm í 6 mm, auka prjónn eða aukagarn til að geyma lykkjur

2 x 6 mm sokkaprjónar
Heklunál nr 6.
Saumnál til að fela enda

4 x öryggisnælur
1 x tala 2,5 cm og saumþráður til að sauma töluna á

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en byrjað er á verkefninu. Fitjið upp 15 L og prj 21 umf á prj 6 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er prjónuð neðanfrá og upp, frá réttu og röngu, búkurinn er prjónaður sem þrír aðskyldir hlutar og tengdir saman í kringum mjaðmahæð og prjónað sem eitt stykki þar eftir. Peysan er opnuð fyrir vösum með þumalputtaaðferð. Búknum er síðar deilt upp aftur í þrjá hluta til að opna fyrir ermum og eftir það er prjónað fyrir hægri-, vinstri- og bakhlið prjónaðar sér. Til að prjóna ermar er hægt að notast við tvær mismumandi aðferðir ; sækja lykkjur frá handakrika og prjóna ermina niður og enda á stroffi, eða fitja upp við stroff og hekla síðar ermina yfir á búkinn.

 

Mynstrið er prjónað með intarsia mynstursaðferð og garninu er snúið saman frá bakhlið þegar litaskipti eiga sér stað. Mælt er með að mynstrið sé prentað út og límt saman svo hægt sé að fylgja mynstursbekknum yfir alla umferðina.

 

Lesið vel í gegnum uppskriftina áður en hafist er á verkefninu. Hægt er að nálgast hjálparvideo inná heimasíðunni www.thelmasteimann.com til að sjá hvaða aðferðir eru notaðar hverju sinni. Myndefnið liggur inn á heimasíðunni undir LIPACARDI.

 

Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Hip knit wool. Litasamsetningin er ekki bindandi.

LIPACARDI

kr60.00Price

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page