top of page
ADNASWEATER

Íslenska útgáfan

 

Style ADNASWEATER er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir (cm)  XS     (S)      M      (L)       XL
1. Yfirvídd 

119 (124) 129 (134) 139

2. Lengd á bol að handvegi 

57  (60)  62,5  (65) 66

3. Lengd á ermi að handvegi     

33 (34) 35,5 (37) 38

 

Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott, málin geta breyst eftir að peysan hefur verið þvegin. Hafið í huga að peysan á að vera víð í stærðum.

 

Hæfni : Meðalþekking

 

Efni

 

Handlitað Chunky baby alpaca, 100% baby alpaca ull. Mjúkt og skemmtilegt garn að vinna með. Hver hespa inniheldur 100 m í 100 gr.

 

Chunky baby : 6 (7) 7 (8) 9

 

Hringprjónar 40 og 80 cm í 7 mm, auka prjón eða garn til að geyma L. Heklunál nr 6.
Saumnál til að ganga frá endum.
2 x prjónamerki.

2x stakir prjónar 7 mm.

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 15 L og prj 16 umf á prj 7 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er prjónuð neðanfrá og upp á hringprjónum. Búknum er deilt upp til að opna fyrir hálsmáli og ermum, þar eftir er búkurinn prjónaður í þremur hlutum, fram og tilbaka. Ermarnar og hálsmál er prjónað eftir að axlir hafa verið saumaðar saman. Hálsmálið og ermar eru prjónað í hring.

 

Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Chunky baby .

 

ADNASWEATER

kr60.00Price

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page