top of page
ADELEJUNIOR (8 MYNSTUR)

 

Íslenska útgáfan

 

Style ADELE JUNIOR er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir (cm)  1    (2)    3    (4)   5    (6)   7   (8) 

 

1.Brjóst ummál                                                                                  

68 (70) 72 (76) 78 (80) 84 (86)      

2.Lengd á ermum til handveg                                                    

25 (27) 29 (30,5) 32,5 (35,5) 36 (37)

3.Heildarlengd, mælt frá miðju baki (án kraga)                         

36 (38) 42 (43) 45 (48) 49 (50) 

 

Uppgefnar stærðið eru miðaðar við aldur, stærð 1 passar fyrir börn á aldrinum 1-2 ára og svo framleiðis. Uppgefin mál á peysunni eru fyrir þvott og peysan er rúm í stærðum.

 

Efni

 

Organic merino DK frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðal lengd ca. 225m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með. 

 

Litur 1 : 2 (2) 2 (3) 3 (3) 3 (3)

LiturL 2 : 1 (1) 1 (1) 1 (1) 1 (1) 

// það fara sirka 30 (30) 30 (30) 40 (40) 40 (40) gr af lit 2

 

Hringprjónar 4 mm í 40/60/80 cm

Hringprjónar 3,5 mm í 40/60 cm fyrir stroff 

5x sokkaprjónar 3,5 & 4 mm fyrir ermar (4 mm fyrir minnstu stærðirnar) & stroff. Ef magic loop tæknin er notuð, þá eru sokkaprjónarnir ekki nauðsynlegir 

Saumnál til að fela enda 

10 x prjónamerki

2 x snúrur, aukaprjónar eða afgangsgarn til að geyma lykkjur

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 21 L og prj slétt 29 umf á prj 4 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.

Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.

Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Lesið meira um prjónfestuna og að prjóna með tveimur litum í Gott að hafa í huga.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er að mestu leitin prjónuð í hring, ofan frá og niður. Í byrjun er hálsmálið prjónað fram og tilbaka, en svo tengdt saman á framstykkinu og þar eftir eru peysan prjónuð áfram í hring. Berustykkinu er síðan deilt upp í bol og ermar. Stroffið á hálsmálinu er prjónað með því að sækja lykkjur frá hálsmálinu og þegar lokið er af með stroffið eru lykkjurnar felldar af saman með lykkjunum sem sóttar voru í fyrstu umferð, svo að hálsmálið verður tvöfalt.

 

Mynstrið á ermunum er prjónað með “fair isle” þ.e.a.s. tveimur litum á sama tíma. Það getur stundum verið erfitt að halda prjónfestu þegar prjónað er með tveimur litum og það hjálpar oft til að skipta yfir á prjóna 4,5 mm rétt á meðan mynstrið er prjónað. Ég mæli líka með því að ef þið reynið að prjóna ermina á hringprjónum 40 cm, þó svo að það sé frekar tæpt að loka hringnum, það gefur mikið jafnari áferð og hjálpar oft til með að halda þráð spennunni á röngunni og getur einnig hjálpað til við að halda lykkjustærðinni jafnri og þéttri.

 

Lesið í gegnum uppskriftina áður en þið byrjið á því að prjóna.

 

Uppskriftin er hönnuð með það í huga að nota handlitað garn, mynstrin á ermunum eru sérstaklega hönnuð fyrir litríkar dokkur með mikin litamismun. Fyrir aðallitinn er mælt með því að nota dokkur með jafnari lit og besta leiðin til að prjóna peysuna er að prjóna með tveimur dokkum í einu. Þegar prjónað er með tveimur dokkum í einu er best að skipta út dokkunum í annarri hverri umferð. Ef þú hefur ekki prjónað eftir þessari aðferð, þá er hægt að finna mjög hjálplegar leiðbeiningar hérna :

 

https://youtu.be/dVsN8qJ3ZD8?si=aV8DcUSPInbA0IjY

ADELEJUNIOR (8 MYNSTUR)

kr60.00Price

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page