top of page
SIVACOLLECTION

Íslenska útgáfan

 

Style SIVACOLLECTION er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðir (cm)  XS (S)  M  (L ) XL  (XXL)

KJÓLL :

1. Lengd á kjól                 

50      (51)        52        (53)    53,5   (53,5) 

2. Yfirvídd (Mjaðmir) + pils

87    (89,5)    92       (94,5)   97     (99,5) 

PILS:

1. Lengd á pilsi

58    (59)     60     (61)     62     (63)

TOPPUR : 

1. Lengd á bol                      

50    (51)  52  (53)  53,5  (53,5)

2. Yfirvídd                         

87 (89,5) 92 (94,5) 97 (99,5)

 

Málin eru tekin fyrir þvott, málin geta breyst og  stækkað eftir að flíkin hefur verið þveginn. Teygist vel við mátun og á að vera aðsniðinn.

 

Hæfni : Meðal þekking á prjónaskap

 

Efni

 

Fine merino perlugarn frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 365m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.

 

Eða

 

Mulberry silkigarn frá Thelma Steimann, silkið er 100% hreint Mulberry silki. Unaðslega mjúkt og gefur fallega áferð. Meðallengd ca 400m/100g í hverri hespu.

 

Kjóll


Fine organic // Mulberry silki: 2 / 2 / 3 / 3 / 3 / 3

 

Pils og Toppur


Fine organic // Mulberry silki: 2 / 2 / 2 / 2 / 2 / 2

 

Hringprjónar 60 cm í 3 mm.
2 x sokkaprjónn/kaðlaprjónn í 3 mm.
Saumnál til að fela enda.
1 x langar öryggisnælur til að geyma lykkjur, eða afgangsgarn (óþarfi í pilsinu).

3 x öryggisnælur til að geyma lykkjur, eða afgangsgarn (óþarfi í pilsinu).
4 x prjónamerki.
Pils : 5 cm þykk teygja fyrir strenginn í líningunni, saumnál og saumþráð.

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 32 L , prjónið et ; 1 L br & 3 L sl, prj 42 umf á prj 3 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna. Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Kjóllinn, pilsið og toppurinn er prjónaður neðanfrá og upp, og að mestu leyti í hring. Kjóllinn og pilsið er prjónað fram og tilbaka, og síðar tengt saman í hring til að búa til opnu klaufina á pilsinu. Kjólinn og pilsið er tengdt saman í hring og prjónað er bæði útaukning og síðar úrtaka til að skapa fallegt ummál í kringum mjaðmasvæðið. Kjólnum og toppnum er síðar deilt aftur upp og prjónað fyrir fram og bakhlið. Hlýrarnir eru prjónaðir með I Cord (snúru) tækninni, þ.e.a.s. Prjónað með örfáum lykkjufjölda í hring, hlýrarnir eru síðan festir niður á bakhliðinni.

 

Fylgjið munstrinu fyrir óreglulega kaðla og verið óhrædd við að bæta við og breyta, eða jafnvel sleppa köðlunum. Mynstrið er sett saman sem innblástur til að sýna mismunandi útfærslur og möguleika til að vinna með óreglulega kaðla.

 

Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Fine Merino//Mulberry silki.

SIVACOLLECTION

kr 90,00Price

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page