top of page
SIVATOP

Íslenska útgáfan

 

Style SIVATOP er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir (cm)  XS  (S)  M (L)  XL   (XXL)

1. Lengd á bol                      

50    (51)  52  (53)  53,5  (53,5)

2. Yfirvídd                         

87 (89,5) 92 (94,5) 97 (99,5)

 

Málin eru byggð á toppnum fyrir þvott ; málin á toppnum geta breyst við þvott. Toppurinn teygist vel við mátun og á að vera aðsniðinn.

 

Hæfni : Meðal þekking á prjónaskap

 

Efni

 

Fine merino perlugarn frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 365m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.

 

Fine organic: 2 / 2 / 2 / 2 / 3 / 3

 

Hringprjónar 60 cm í 3 mm.
Hringprjónar 60 & 40 cm í 2,5 mm.
1 x sokkaprjónn/kaðlaprjónn í 3 mm.
Saumnál til að fela enda.
3 x langar öryggisnælur til að geyma lykkjur, eða afgangsgarn.

6 x öryggisnælur til að geyma lykkjur, eða afgangsgarn.
2 x prjónamerki.

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 32 L , prjónið et ; 1 L br & 3 L sl, prj 42 umf á prj 3 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna. Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Toppurinn er prjónaður neðanfrá og upp í hring eða þar til komið er að handvegi. Toppnum er deilt upp við handveg, fyrir fram-og bakhlið, þar eftir er hliðarnar prjónaðar aðskildar frá réttunni og röngunni. Báðum hliðunum er svo deilt upp í minnihluta, í bæði opinu á bakinu og við axlirnar á framhliðinni. Fram-og bakhliðin eru lykkjaðar saman við axlirnar til að loka toppnum. Stroffið á hálsmálinu og við handveginn er prjónað í hring eftir að axlirnar hafa verið tengdar saman.

 

Fylgjið munstrinu fyrir óreglulega kaðla og verið óhrædd við að bæta við og breyta. Mynstrið er sett saman sem innblástur til að sýna mismunandi útfærslur og möguleika til að vinna með óreglulega kaðla.

 

Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Fine Merino.

SIVATOP

60,00krPrice

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page