top of page
TYLERJACKET

Íslenska útgáfan

 

Style TYLERJACKET er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir (CM) XS - S (M - L) XL - XXL (3XL - 4XL)

1.Yfirvídd                                            

109       (115)          121            (127) 

2.Lengd á berustykki                       

23,5       (24,5)         26               (27) 

3.Lengd á bol til handakrika            

39          (41,5)        43,5            (44) 

4.Lenghd á ermi til handakrika        

51,5        (53)           54,5           (53,5) 

 

Málin eru tekin af jakkanum fyrir þvott ; jakkinn getur stækkað við þvott, fer allt eftir því hvernig hann er þveginn.

 

Hæfni : Meðal þekking a prjónskap

 

Efni

 

Organic Merino Aran frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 166m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.

 

Litur 1: 4/5/5/6 

Litur 2: 1/1/1/1

Litur 3: 1/1/1/1

Litur 4: 1/1/1/1

 

Hringprjónar 40 og 80 cm í 5 mm.

Hringprjónar 80 cm í 4 mm. 

Hringprjónar 80 cm í 5,5 mm. (fyrir mynstur ef þörf er á til að halda prjónfestu).

4 – 5 sokkaprjónar í 4 mm fyrir stroff á ermunum.

Saumnál til að fela enda.

2 x stórar öryggisnælur eða afgangsgarn til að geyma ermarnar.

10 x prjónamerki.

Rennilás, lengd 30 - 40 cm, fer eftir hvaða stærð er prjónuð. Þegar rennilás er settur á prjónaða flík, er best að mæla fyrir lengd á rennilási eftir að flíkinn hefur verið þveginn. Þegar rennilás er settur á prjónaflík er mælt með því að finna rennilás í svipuðum málum og gert er ráð fyrir, en frekar að fara niður um rennilása stærð en taka of langan rennilás. Of langur rennilás getur teygt á flíkinni.

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 20 L og prj 23 umf á prj 5 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.

Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.

Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Jakkinn er prjónaður ofan frá og niður. Berustykkið er prjónað frá réttunni og röngunni með útaukningu sem deilir jakkanum upp í ermar, fram og bakhlið. Þegar berustykkið hefur verið prjónað er því deilt upp í bol og sitthvora ermina, prjónað er áfram bolinn í hring. Mynstrið er prjónað á bolnum og unnið með allt að 2 - 3 liti samtímis. Ermarnar eru prjónaðar í hring með úrtöku samkvæmt útskýringum. Að þessu loknu er hafist á frágangi á endum og jakkinn þveginn. Þegar jakkinn er orðinn þurr er hægt að sauma saman miðjuna í saumavél, til að hægt sé að klippa bolin og opna fyrir stroff kantinum og rennilásnum. Stroff kanturinn er prjónaður á jakkann og rennilásinn er saumaður á jakkann, annaðhvort í höndunum eða í saumavél.

 

Magn af efni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Merino Aran.

 

Þegar prjónað er með handlituðu garni er mælt með því að skoða hespurnar vel og ath hvort að sjáanlegur munur er á hespunum í aðallitnum. Ef hægt er að sjá mun á einni hespu, þá er mælt með því að prjóna úr þeirri hespu á meðan mynstrið er prjónað, til að skapa meiri litaskipti inn í mynstrinu. Þetta er eingöngu heilræði til að undirstrik einstak- leikann sem handlitað garn skapar þegar unnið er með það.

TYLERJACKET

kr60.00Price

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page