top of page
WENDYSLEEVES

Íslenska útgáfan

 

Style WENDYSLEEVES er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir                                       

XS    (S)     M     (L)     XL   (XXL)

 

1.Ummál yfir brjóst                 

126 (130) 134 (138) 142 (146)

2.Lengd á ermum                    

45  (46,5) 48 (48,5) 48,5 (48,5)

3.Vídd á ermum                        

37    (39)   41   (43)    45    (47)

 

Ermarnar eiga að vera rúmar í stærðum, uppgefin mál eru tekin fyrir þvott.

 

Hæfni: Prjóna slétt og brugðið, auka út og og úrtaka. Ermarnar eru mjög fljótlegt og byrjenda vænt verkefni.

 

Efni

 

Handlituð Wild alpakka frá Thelma Steimann. Wild alpakka er blanda af silki og burstuðu alpakka sem gerir ullina silkimjúka og létta. Hver hespa inniheldur sirka 225m/100gr.

 

Wild alpaca :  1 (1) 1 (2) 2 (2) 2

 

Handlitið silkimohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 72% mohair og 28% silki, meðallengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Silkimjúk áferð og þægileg ull til að vinna með. 

 

Kid silk mohair : 1 (1) 1 (1) 1 (1) 1 sirka 25 gr

 

Hringprjóna 10 mm 40 & 80/100 cm

Hringprjóna 4,5 mm 40 cm & 80/100 cm

Saumnál til að fela enda

Snúra eða afgangs garn til að geyma lykkjur

Prjónamerki 

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 11 L og prj 13 umf á prj 10 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.

Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.

Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Bolurinn er prjónaður fram og tilbaka, þú byrjar verkefnið á bakhliðinni og vinnur þið áfram og yfir á framhliðina. Bolnum er deilt upp til að opna fyrir hálsmálinu og tengdur svo aftur saman á framhliðinni. Ermarnar, listinn á bolnum og hálsmálið er prjónaðar í hring, þú sækir lykkjur frá bolnum og vinnur þig áfram samkvæmt útskýringunum.

WENDYSLEEVES

kr50.00Price
    bottom of page