Íslenska útgáfan
Style VALBORGVEST er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm) XS (S) M (L) XL
1. Yfirvídd
77 (79) 81 (83) 85
2. Lengd á bol (stutt útgáfa)
42,5 (44,5) 46,5 (48,5) 50,5
3. Lengd á bol (lengri útgáfa)
62,5 (64,5) 66,5 (67,5) 68,5
Málin eru byggð á vesti fyrir þvott, málin geta breyst eftir að vestið hefur verið þvegið.
Hæfni : Meðalþekking á prjónskap
Efni
Organic merino DK frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðal lengd ca. 225m/10g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Litur 1 : (Stutt vesti) 2/2/2/3/3
Litur 1: (Langt vesti) 3/3/3/3/3
Litur 2 : 1/1/1/1/1
2 x prjónar í 3,5 mm.
Hringprjónar 70 cm í 3,5 mm og 4 mm.
Saumnál, prjónamerki, öryggisnálar og hekklunál í stærð 3,5.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 20 L og prj 29 umf á prj 4 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Vestið er prjónað frá byrjun á búk og upp að öxlum í hring. Stroffið er prjónað fyrir fram og bakhlið hvert fyrir sig og tengt svo saman sem eitt stykki. Vestið er hægt að prjóna í tveimur mismunandi lengdum, fylgið leiðbeiningum fyrir stutta eða langa útgáfu af vestinu. Vestið er skipt upp í miðju við hálsmál, vestinu er svo aftur deilt upp undir handakrika og prjónað fyrir rétt og röngu þar eftir. Stroffið fyrir hálsmál og handa krikum er prjónað eftir að axlir hafa verið lykkjaðar saman.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Merino DK . Litasamsetningin er ekki bindandi.
Lesið vel í gegnum uppskriftina áður en hafist er á verkefninu. Hægt er að nálgast hjálparvideo inná heimasíðunni www.thelmasteimann.com til að sjá hvaða aðferðir eru notaðar hverju sinni. Myndefnið liggur inn á heimasíðunni undir VALBORGVEST.
top of page
50,00krPrice
Related Products
bottom of page